Dow Jones fréttaveitan gerir orðróm um fjármögnunarerfiðleika íslenskra fjárfestingarfélaga að umfjöllunar efni í dag. Haft er eftir sérfræðingum Dresdner Kleinwort, að slíkt tal kunni að grafa undan íslensku krónunni, þeir segja jafnframt að þróun síðustu daga ætti ekki að koma á óvart.

Fjölmörg fyrirtæki hafa fjárfest í íslenska hlutabréfamarkaðnum, sem hefur lækkað um 10% á nýju ári, og fall hans er augljóslega sársaukafullt.

Þeir telja að krónan muni veikjast til skemmri tíma vegna óróleika á innlendum fjármálamarkaði og minnkandi áhættusækni erlendra fjárfesta.

Sérfræðingar Dresdner Kleinwort segja hinsvegar að ólíklegt sé að hugsanlegir fjármálaerfiðleikar muni grafa undan fjármálastöðuleika í íslenska hagkerfinu.