Samdráttur í flugsamgöngum mun taka eitthvað af peningum af spilaborðum Las Vegas, samkvæmt frétt Reuters.

Nú eru í byggingu rúmlega 40.000 fyrsta flokks hótelherbergi í fjárhættuspilahverfi borgarinnar, en útlit er fyrir að erfitt verði að fylla þau herbergi. Flugfélög munu fækka ferðum sínum vegna hækkandi olíuverðs. Það þýðir samkvæmt frétt Reuters að fargjöld munu hækka og ferðir verða tímafrekari, sem gæti fælt ferðamenn frá því að heimsækja Vegas.

Um helmingur ferðamanna í Las Vegas koma með flugi. Öll stærstu spilavítin skiluðu minni hagnaði en áður eða tapi á fyrsta ársfjórðungi og fátt bendir til að ástandið batni.