Samdráttur í efnahagslífinu og lækkandi eignaverð er að bitna á rekstri stærstu banka Spánar; Banco Santander og Banco Bilbao. Hingað til hefur afkoma þessara banka haldist viðunandi í gegnum þrengingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og endalok eignabólunnar sem einkenndi spænska fasteignamarkaðinn. Megin ástæðan eru ströng skilyrði stjórnvalda um að bankarnir færi háar fjárhæðir á afskriftarreikning á móti lánum sem eru í vanskilum og ekki er greitt af. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag.