Erfingjar Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, voru í dag dæmdir til að greiða Lánasjóði íslenskra námsmanna 12 milljónir króna.

Héraðsdómur felldi dóm sinn fyrr í dag. Krafan er komin til vegna skuldar sonar Steingríms af fyrra hjónabandi sem heitir Steingrímur Neil og býr á Miami í Flórídafylki í Bandaríkjunum.

Hann tók lánið á árunum 1983 til 1988 og var greitt af því í 20 ár. Lánið stendur nú í rúmum 12 milljónum króna. Faðir hans gekkst í ábyrgð fyrir láninu.

Erfingjar Steingríms Hermannssonar eru ekkjan Edda Guðmundsdóttir, Hermann Steingrímsson, Hlíf Steingrímsdóttir, Guðmundur Steingrímsson alþingismaður og börn Steingríms af fyrra hjónabandi, þau John Bryan Steingrímsson, Ellen Herdís Steingrímsdóttir og Steingrímur Neil.

Hér má lesa dóminn í heild.