*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 5. nóvember 2015 17:18

Erfingjar Steingríms Hermannssonar þurfa að greiða LÍN

Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli LÍN og erfingja Steingríms. Krafan hljóðar upp á 12 milljónir auk vaxta.

Ritstjórn
MBL - Kristinn Ingvarsson

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli erfingja Steingríms Hermannssonar fyrrverandi forsætisráðherra gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna. Erfingjarnir áfrýjuðu dómi héraðsdóms.

LÍN stefndi erfingjum Steingríms sem var ábyrgðarmaður á láni Steingrímur Neil, eins sona Steingríms. Steingrímur Neil tók lánið á árunum 1983-1988 en greitt var af láninu fram að andláti Steingríms Hermannssonar.

Erfingjar Steingríms Hermannssonar eru ekkjan Edda Guðmundsdóttir, Hermann Steingrímsson, Hlíf Steingrímsdóttir, Guðmundur Steingrímsson alþingismaður auk barna Steingríms af fyrra hjónabandi, John Bryan Steingrímsson, Ellen Herdís Steingrímsdóttir og Steingrímur Neil. Þau bera sameiginlega ábyrgð á kröfunni.

Krafa LÍN nemur í rétt rúmum 12 milljónum króna auk dráttarvaxta frá 10. desember 2014 .