Borið hefur á því að erfitt er að finna ódýra bíla á sölu. Björgvin Harðarson, eigandi Bílasölu Íslands segir þetta vel þekkt vandamál. „Eyðslugrannir bílar í verðflokknum 300 til 600 þúsund og jafnvel undir milljóninni seljast oft samdægurs,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið.

Björgvin sagði þetta meðal annars stafa af því að í góðærinu var mörgum bílum fargað sem vel hefði verið hægt að halda á götunni, því auðvelt var á þeim tíma að fjármagna bílakaup. „Svo hefur það mikið að segja að það var gríðarmikill útflutningur á eldri bílum úr landi fyrir svona tveimur, þremur árum. Markaðurinn var næstum hreinsaður,“ segir hann.

Björgvin segir óraunhæft að ætla að Íslendingar geti verið án einkabíls. Samgöngur og veðurfar geri það ómögulegt.