Stærsti hluti fjármagnsinnstreymisins vegna fjárfestingarleiðarinnar hefur verið í formi skuldabréfa. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er nokkuð um að íslensk dótturfélög gefi út skuldabréf sem erlend móðurfélög kaupi. Fjármagnið sem af þessu hlýst sé m.a. notað til að kaupa og flytja inn vörur frá móðurfélaginu. Talað hefur verið um gjaldeyrishringekju í þessu samhengi.

Aðspurður segir Þorgeir Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Seðlabanka Íslands, að fjárfestar leggi fram með umsókn um þátttöku í útboðunum upplýsingar um hvaða fyrirætlanir þeir hafi um ráðstöfun fjármunanna. Hann segir að erfitt sé að fylgjast fullkomlega með því í hvað fjármunum sem eru afrakstur verðbréfaútgáfu sé ráðstafað umfram það sem fjárfestir upplýsir í fjárfestingaráætlunum.

Markmiðið sé þó ekki að fyrirtæki nýti fjármagnið í hefðbundinn rekstur eða innflutning. „Markmið fjárfestingarleiðarinnar er að liðka fyrir losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri með því að losa um kvikar krónueignir með uppbyggingu og fjárfestingu á Íslandi til langs tíma en ekki í innflutning vegna hefðbundins rekstrar,“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.