*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 27. janúar 2013 13:15

Erfitt að meta hverjir fara

Fólksflutningar frá landinu virðast vera að dragast saman.

Guðni Rúnar Gíslason
Haraldur Guðjónsson

Dregið hefur hratt úr brottflutningi erlendra ríkisborgara frá Íslandi en flutningur Íslendinga hefur einnig dregist saman frá hruni.

Engar heildstæðar tölur eru til um úr hvaða atvinnugreinum það fólk starfaði sem flyst héðan af landi. Né heldur eru til tölur um það hvaða menntun fólk hefur sem flytur til og frá landinu. Erfitt er því að leggja mat á hvaða geirar atvinnulífsins það eru sem verða verst úti í miklum fólks­ flutningum.

Á vef Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku mátti lesa út úr grein­ ingu samtakanna að þau gerðu ráð fyrir því að forsendur flutninga Íslendinga til annarra landa og erlendra ríkisborgara hingað til lands væru mismunandi. Þar sagði meðal annars að almennt mætti gera ráð fyrir því að Íslendingar sem flyttu til annarra landa fengju þar vinnu og væru því sérmenntaðir, því ella væri erfitt að hasla sér völl á vinnumarkaði erlendis. Á móti mætti ætla að flestir að­ fluttir erlendir ríkisborgarar væru ekki með starfsmenntun, og þótt þeir hefðu hana ættu þeir oft erfitt með að nýta sér hana vegna tungumálaerfiðleika. Vegna þessa lækkaði neikvæður flutningsjöfnuður menntunarstig íbúa á Íslandi og drægi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.