Kvikmyndinni Djúpið hefur verið hlaðið niður meira en 10.000 sinnum eftir að talsmaður deildu.net lýsti því yfir að hlaða mætti upp íslensku efni á síðunni. NAPO, Samtök myndrétthafa á Norðurlöndum hafa fundað hér á landi í dag og í gær um vandann sem fylgir ólöglegu niðurhaldi.

VB Sjónvarp ræddi við Mariu Fredenslund hjá Rettigheds Alliancen í Danmörku. Þau samtök kynntu nýlega herferð til að sporna gegn ólöglegu niðurhali. Maria segir erfitt að meta hversu stór vandinn er.