Árið 2015 var erfitt fyrir milljarðamæringa samkvæmt nýrri rannsókn. Fjallað er um málið í frétt Reuters fréttaveitunnar .

Sterkur dollari, lækkun á vöruverði og eignatilfærslur innan fjölskyldna, þar á meðal vegna erfða, höfðu áhrif til lækkunar á eignum milljarðamæringa í heiminum.

Í rannsókninni kom einnig fram að eftir 20 ár verðmætasköpunar hægist nú á henni.