Óstöðugleikinn á fjármálamörkuðum hefur magnað upp áhuga ríkja á upptöku evru.

Bent hefur verið á að annað fyrirkomulag sé nánast óhugsandi fyrir lítil opin hagkerfi á jaðri sambandsins og mögulegur ávinningur þeirra stærri af því að halda út sjálfstæðri peningamálastefnu bliknar við kostina sem fylgir örygginu sem fæst með aðild að myntbandalaginu.

Þrátt fyrir þetta verður ekki sagt að dyr evrulandsins standi opnar. Núverandi efnahagsaðstæður torvelda að hægt sé að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar.

Sérfræðingar bandaríska fjármálafyrirtækisins Morgan Stanley færa fyrir því rök í nýrri skýrslu að ekki sé raunhæft að ætla að ríkjum evrusvæðisins fjölgi fyrr en eftir tíu ár. Eistland og Pólland kunna þó að verða undantekningar frá þessu.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .