Fjarskiptafélagið Ericsson stefnir á því að loka verksmiðjum sínum í Svíþjóð til að ná fram hagræðingu í rekstri. Þetta kemur fram í dagblaðinu Svenska Dagbladet.

Lokað verður verksmiðjum í Boras og Kumla. Þar með endar 140 ára sögu á framleiðslu vara Ericsson í Svíþjóð. Talið er að lokanirnar spari fyrirtækinu allt að 3 milljörðum sænskra króna.

Talið er að um 3000 störf tapist í Svíþjóð vegna þessa. Hjá fyrirtækinu starfa um 120 þúsund manns og þar af 17 þúsund í Svíþjóð.

Um málið er fjallað á Reuters.