Stærsti framleiðandi heims á sviði farsíma, Ericsson, birti uppgjör í lok síðustu viku sem var yfir væntingum markaðsaðila. Hagnaður félagsins nam 4,64 ma.SEK eða 0,29 SEK á hlut, samanborið við 2,68 ma.SEK og 0,16 SEK á hlut árið áður. Hagnaður fyrsta fjórðungs jókst því um 73% milli ára. Velta félagsins nam 31,5 ma.SEK sem er aukning upp á 12%, og skýrist m.a. af aukinni markaðshlutdeild milli ára segir í Vegvísi Landsbankans.

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu í gær eftir að Ericsson og önnur stór fyrirtæki eins og SAP, LVMH, Nokia og VW birtu uppgjör sín. Hækkunin var drifin áfram af betri uppgjörum en væntingar markaðsaðila stóðu til.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.