Sænski símarisinn Ericsson áætlar nú að segja upp allt að 5.000 mans til að ná niður rekstrarkostnaði félagsins.

Í tilkynningu frá félaginu er gert ráð fyrir minni farsímasölu á þessu ári vegna þeirrar niðursveiflu sem átt hefur sér stað á mörkuðum en farsímasala hefur verið með eindæmum góð síðustu ári.

Þó kemur fram að Ericsson hafi þegar fundið fyrir niðursveiflunni.

Þannig lækkaði hagnaður félagsins á fjórða ársfjórðungi 2008 um 31% og nam um 3,9 milljörðum sænskra króna.

Þessar uppsagnir koma þá til viðbótar við þá 4.000 manns sem þegar hefur verið sagt upp störfum síðustu 18 mánuði.