Hlutabréf sænska fjarskiptarisans Ericsson hafa hækkað mikið í verði í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í kjölfar þess að fyrirtækið birti uppgjör sem var vel yfir væntingum greinenda og að sama skapi markaðarins.

Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 5,8 milljörðum sænskra króna samanborið við 1,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Greinendur höfðu spáð 4,4 milljarða hagnaði. Umfram allt er það netverksframleiðsla fyrirtækisins sem gefur vel af sér en sala jókst um 17% á fjórðungnum og nam 53 milljörðum sænskra króna, þar af voru 33 milljarðar á netverkstækjum.

Þá hefur framlegð fyrirtækisins einnig aukist á milli ára en samkvæmt di.se hafa margir greinendur hafa áhyggjur af dvínandi framlegð.