*

föstudagur, 22. nóvember 2019
Fólk 19. janúar 2015 13:31

Erla og Freyja ráðnar til Öskju

Bílaumboðið Askja hefur ráðið nýjan markaðsstjóra og nýjan gæða- og mannauðsstjóra.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Bílaumboðið Askja hefur ráðið til starfa þær Erlu Sylvíu Guðjónsdóttur og Freyju Leópoldsdóttur. Erla Sylvía mun starfa hjá fyrirtækinu sem gæða- og mannauðsstjóri, en Freyja tekur við stöðu markaðsstjóra.

Erla mun auk þess taka sæti í framkvæmdastjórn Öskju en fyrirtækið er sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Erla er að ljúka MS námi í mannauðstjórnun frá HÍ en hefur einnig numið við Copenhagen Business School. Undanfarin ár hefur Erla starfað hjá Umboðsmanni skuldara sem ráðgjafi og þar áður hjá IP Fjarskiptum á fjármálasviði.

„Ég er full tilhlökkunar að takast á við spenanndi starf hjá metnaðarfullu og öflugu fyrirtæki sem hefur styrkt stöðu sína og aukið markaðshlutdeild á undanförnum árum,“ segir Erla.

Freyja hefur starfað í markaðsdeild Öskju sl. þrjú ár en tek­ur nú við sem markaðsstjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Hún lærði markaðsfræði og alþjóðaviðskipti í Business Academy Southwest í Danmörku.

„Markmið Öskju er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar,“ segir Freyja.

Bílaumboðið Askja hóf starfsemi 1. mars 2005 sem sölu- og þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia og fagnar fyrirtækið því 10 ára afmæli á þessu ári. Hjá fyrirtækinu starfa 85 manns.