Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela.

Síðast starfaði hún sem ráðgjafi hjá reKode Education í Techstars viðskiptahraðlinum í New York. Þar áður sat hún í framkvæmdastjórn nýsköpunarfyrirtækisins Handpoint og stýrði markaðsmálum fyrirtæksins erlendis. Árin 2006 til 2011 starfaði starfaði hún við alþjóðamarkaðsmál og sá meðal annars um markaðsrannsóknir fyrir Landsbankann á erlendum vettvangi.

Erla situr í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins og er formaður fjárlaganefndar Sjálfstæðisflokksins ásamt því að vera í stjórn stjórnmálafélagsins Deiglunnar.

Þá var hún fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 2007-2013 og hefur fjórum sinnum teki sæti á Alþingi, síðast árið 2013. Erla Ósk var formaður Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna, árin 2006-2008.