*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 21. október 2014 09:02

Erla vann málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm í máli Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu í morgun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Blaðamaðurinn Erla Hlynsdóttir vann sitt annað mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu nú í morgun. 

Aðdragandi málsins er sá að árið 2010 dæmdi Hæstiréttur Íslands Erlu til greiðslu bóta vegna ummæla viðmælanda hennar um eiginkonu Guðmundar Jónssonar, sem kenndur er við Byrgið. Fréttin birtist í DV árið 2007, og voru ummæli í viðtalinu ómerkt en viðmælendur Erlu voru hins vegar sýknaðir.

Mannréttindadómstóllinn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi með dómi Hæstaréttar. Var íslenska ríkinu því gert að greiða Erlu 2.500 evrur í bætur, sem samsvarar um 350 þúsund krónum.

Dóminn má lesa hér.