Líklegt er að erlend fjárfesting á landi (fasteignum) verði heimiluð á Kúbu innan skamms. Hefur hún verið bönnuð síðan Fidel Castro komst til valda árið 1959.

Kemur þetta fram á vef Guardian.

Yrði fjárfesting erlendra aðila aðallega í hótelum, golfvöllum og endurnýjanlegri orku. Yrði slík fjárfesting í samvinnu við kúbversk stjórnvöld.

Bresk fyrirtæki gætu orðið meðal þeirra fyrstu til að fjárfesta á eyjunni að sögn Guardian. Igor Caballero, talsmaður kúbverska sendiráðsins í London lét hafa eftir sér að Kúba væri opin fyrir fjárfestingu erlendara aðila í samvinnu við stjórnvöld.

Í síðasta mánuði heimilaði stjórn Raúl Castro að erlendri aðilar gætu leigt landsvæði til allt að 99 ára.