Lífeyrissjóður Starfsmanna Ríkissins
Lífeyrissjóður Starfsmanna Ríkissins
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Gangvirði erlendrar hlutabréfaeignar lífeyrissjóðanna hefur aukist um 7 milljarða króna á einni viku í kjölfar þess að alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafa aðeins rétt úr kútnum eftir mikla dýfu framan af ágústmánuði. Eins og fram kom í Viðskiptablaðinu í liðinni viku hafði hlutabréfaeign sjö stærstu lífeyrissjóða landsins rýrnað um 35,6 milljarða á tímabilinu 30. júní til 9. ágúst en á því tímabili lækkaði MSCI World, hlutabréfavísitalan sem miðað var við í útreikningunum, um 12,4%. Á þriðjudag, 16.ágúst,  hafði vísitalan hins vegar hækkað um 2,8% og hefur eign lífeyrissjóðanna sjö því hækkað á ný um 7,1 milljarð króna.