Greiningardeild Íslandsbanka segir mikinn vöxt neyslu heimilanna komi skýrt fram í kreitkortareikningum þeirra.

?Í heild var kreditkortareikningur íslenskra heimila 14,3 milljarðar króna í október síðastliðnum, eða um 17% hærri en í sama mánuði í fyrra. Endurspeglar stærri reikningur mikinn vöxt einkaneyslu á árinu," segir greiningardeildin

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands hefur erlend kreditkortanotkun heimilanna aukist og jókst hún um 22% frá októbermánuði í fyrra og nam þremur milljörðum króna. Kreditkortanotkun innlendis jókst um 16% á milli ára.

?Ljóst er að hágengi krónunnar hefur beint eftirspurn heimila frá innlendum markaði yfir á erlendan. Afleiðingar hágengisins sjást einnig í hratt vaxandi viðskiptahallahalla sem sennilega nær sögulegu meti í ár," segir greiningardeild Íslandsbanka.

Íslandsbanki segir að fjöldi kredikortafærslna hafi aukist minn í október, miðað við sama mánuð í fyrra, eða um 12% ?sem merki að nú er verslað með hærri fjárhæð í hvert sinn sem kortið er straujað."