Að sögn Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, hefur erlent lán, sem sambandið tók vegna þeirra framkvæmda sem ráðist var í við Laugardalsvöllinn valdið sambandinu nokkrum búsifjum.

Um er að ræða lán í japönskum jenum og svissneskum frönkum sem hefði numið 400 milljónum króna um áramótin 2007/2008. "Gengistapið vegna þess hefur reynst okkur þungt högg. Við höfum greitt inn á það og því get ég ekki sagt á þessari stundu hve hátt það er," sagði Geir í samtali við Viðskiptablaðið í dag. Hann tók fram að hefðbundin starfsemi hefði gengið vel.

KSÍ hefur á einu ári undirritað tvo nýja sjónvarpssamninga sem Geir sagði að renndi styrkum stoðum undir rekstur sambandsins til næstu ára.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag