Evrópski fjárfestingabankinn jók við útgáfu sína á skuldabréfum í krónum í gær og gaf út 3 ma.kr til viðbótar með gjalddaga 6. október 2008. Austurríska ríkið bætti einnig 3 mö.kr. við útgáfu sína í morgun, en þau bréf eru með gjalddaga 1. september á næsta ári og er uppgjörsdagur þessarar útgáfu 30. september. Kauþing bættist svo í dag í hóp útgefenda skuldabréfa í íslenskum krónum erlendis.

Útgáfa þeirra nam 3 mö.kr. og er til 18 mánaða. Bréf Kaupþings eru með 8% vöxtum og eru þau gefin út á genginu 100,09. Heildarútgáfa erlendis á skuldabréfum í krónum er þar með komin í 51,5 ma.kr, og þar af eru 5,5 ma.kr. gefnir út af íslenskum bönkum. Krónan hélt áfram að styrkjast í dag og lokagildi hennar var 104.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.