Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu rúmlega níu milljörðum umfram sölu í nóvember, segir greiningardeild Glitnis.

?Stærstur hluti þessara nettókaupa er vegna viðskipta með hlutabréf í einstökum félögum og námu þau 6,5 milljarða króna. Nettókaup í skuldabréfum námu 1,7 milljarða króna og nettókaup á hlutdeildarskírteinum í erlendum verðbréfasjóðum námu 0,9 milljarðar króna,? segir greiningardeildin.

Aukning hefur verið í nettókaupum á erlendum verðbréfum milli ára. ?Það sem af er ári nema nettókaup á erlendum verðbréfum 124,5 milljarða króna samanborið við 105 milljarða króna í fyrra og 65 milljarða króna árið 2004. Aukningin hefur því verið töluverð milli ára.

Langstærstan hluta þessara viðskipta má rekja til nettókaupa á hlutabréfum í erlendum fyrirtækjum eða um 86,7 milljarða króna, 22,6 milljarða króna má rekja til aukinna nettókaupa í verðbréfasjóðum og 15,4 milljarða króna vegna skuldabréfa,? segir greiningardeildun.

Henni þykir afar líklegt er að þessa miklu aukningu í nettókaupum á hlutabréfum megi að stórum hluta rekja til útrásar íslenskra fyrirtækja og að hluti beinnar fjárfestingar falli undir óbeina fjárfestingu.

?Í reikningum lífeyrissjóða kemur fram að þeir áttu tæplega 60 milljarða króna í erlendum hlutabréfum í októberlok og aukningin frá síðastliðnum áramótum nam um 20 milljarða króna þannig að þeir eru ekki að hafa mikil áhrif á þessar tölur. Í reikningum innlánsstofnana fyrir nóvember má hins vegar sjá að erlend hlutabréfaeign þeirra jókst um rúmlega 75 milljarða króna frá síðustu áramótum til nóvemberloka.

Þessi eignaaukning skýrir stóran hluta þeirrar 87 milljarða króna aukningar í nettókaupum á erlendum hlutabréfum. Jafnframt styður hún við þá kenningu að hluti beinnar fjárfestingar lendi í ofangreindum tölum,? segir greiningardeildin.