Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu um 687 milljörðum í lok desember samanborið við 674,9 milljarða í lok nóvember að því er kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabankans. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands námu aftur á móti um 40,3 milljörðum í lok desember samanborið við 43,6 milljarða í lok nóvember.

Hrein erlend staða Seðlabanka hefur því batnað um rúma 15,3 milljarða á milli mánaða í desember og stóð í 646,7 milljörðum í lok desember.