Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu um 1.063 milljörðum króna í lok maí samanborið við 942 milljarða króna í lok apríl. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans í dag.

Þessa hækkun má meðal annars rekja til skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs að fjárhæð eins milljarðs Bandaríkjadala, sem jafngildir um 124 milljörðum króna.

Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands námu um 317.1 milljarði króna í lok maí og hafa því minnkað lítillega frá síðustu mánaðarmótum þegar staðan var 324,8 milljarðar króna.