Erlendar eignir Seðlabanka íslands jukust um 124,5 milljarða króna í desmber og erlendar skuldir hans jukust um 52 milljarða króna á sama tíma. Bankinn birtir í dag hagtölur um erlenda stöðu í lok desember.

Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 667,9 milljörðum króna í lok desember samanborið við 543,4 milljarða króna í lok nóvember.

Erlendar skuldir bankans námu 288 milljörðum króna í desember samanborið við 236 milljarða króna í lok nóvember.