Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 451 milljarði króna í lok janúar samanborið við 520,3 milljarða í lok desember 2008.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Erlendar skuldir bankans voru 200,7 milljarðar króna í lok janúar en voru 238,6 miljarðar króna í lok desember 2008.

Þann 19. nóvember 2008 samþykkti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að veita Íslendingum lán, hluti af því kom til greiðslu í nóvember 2008.