Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 407 milljörðum króna í lok febrúar samanborið við 435 milljarða króna í lok janúar 2009.

Þetta kemur fram í Hagtíðindum Seðlabankans.

Þar kemur fram að erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 215,3 milljarðar króna í lok febrúar en voru 221,4 milljarðar í lok janúar.

Samhliða þessari birtingu hafa tölur yfir erlenda stöðu í desember 2008 og janúar 2009 verið endurskoðar. Þann 19. nóvember 2008 samþykkti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að veita Íslendingum lán, hluti af því kom til greiðslu í nóvember 2008