Erlendar matvöruverslanir geta loksins átt 51% hlut í verslunum á Indlandi. Þetta opnar tækifæri fyrir verslanakeðjur á borð við Wal-Mart og Tesco. Þessar verslanir hafa hingað til einungis getað starfað sem heildverslanir á Indlandi.

Matvælaráðherra Indlands hefur samþykkt lögin sem heimila erlenda eignaraðild en þeirra hefur verið beðið í tvö ár samkvæmt frétt BBC um málið.

Á sama tíma var heimilað að erlendir aðilar mættu eiga 100% í smásölu undir erlendum vörumerkjum á borð við Apple og Reebok en áður máttu erlendir aðilar einungis eiga 51%.

Hér má sjá frétt um málið á vef BBC.