Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gögn fyrir lok september gefa til kynna að erlend skuld bankageirans hafi numið um 95 milljörðum dollara fyrir hrunið - borið saman við fyrri áætlun um 84,7 milljarða dollara. Þetta jafngildir 11.000 milljörðum króna.

Þar kemur einnig fram að nýju bankarnir skulda smáfjárhæðir erlendis en stærstur hluti skuldanna er enn í gömlu bönkunum og verður annaðhvort að heimta upp í þær eða afskrifa þær í gjaldþrotameðferðinni. Þetta hefur ekki áhrif á greiningu greiðslugetunnar segir í skýrslunni.