Erlendar skuldir, aðrar en áhættufjármagn, námu 11.545 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs 2008 og höfðu aukist um 1.865 milljarða króna á ársfjórðungnum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en meginhluti aukningarinnar var á skuldum innlánsstofnana, eða 1.648 milljarðar króna.

Hvað varðar erlenda stöðu þjóðarbúsins þá nam hreint fjárinnstreymi 166,8  milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi.

Bein fjárfesting innlendra aðila erlendis jókst um 49 milljarða króna en bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi dróst saman um 18,8 milljarða króna og umtalsverður samdráttur var á verðbréfafjárfestingum erlendra aðila.

Seðlabankinn segir fjárinnstreymið stafa af sölu innlendra fjárfesta á erlendum skuldabréfum og erlendum lántökum opinberra aðila