*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 9. febrúar 2006 18:24

Erlendar skuldir ríkissjóðs dragast saman

Ritstjórn

Í hálf fimm fréttum KB Banka er greint frá því að erlendar skuldir ríkissjóðs hafa dregist verulega saman milli áranna 2004 og 2005. Í lok ársins 2004 námu skuldirnar 141 milljörðum króna eða 54% af lánasafninu en skuldirnar voru komnar í 86 milljarða í lok janúar 2006 eða 43% af lánasafninu.
Ríkissjóður hefur verið að greiða niður erlendar skuldir á árinu til að vega á móti styrkingu krónunnar.