Rússneska fjármálaráðuneytið hefur varað við því að erlendar skuldir ríkisins verði greiddar í rúblum. Það verði gert ef viðskiptaþvinganir verða þess valdandi að rússneskir bankar geta ekki staðið í skilum fyrir hönd ríkisins í þeim myntum sem lánin eru í. Reuters greinir frá.

Vestræn ríki hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum vegna innrásar í Úkraínu sem Rússlandsforseti Vladimír Pútín fyrirskipaði. Þvinganirnar hafa m.a. falið í sér að Rússum hefur verið kippt út úr lykilkerfum sem tengjast fjármálamörkuðum heimsins. Vegna þessa hefur myndast versta efnahagskeppa í Rússland frá falli Sovétríkjanna árið 1991.

Í tilkynningu segir Anton Siluanov, fjármálaráðherra Rússlands, að fullyrðingar þess efnis að Rússland geti ekki staðið í skilum á erlendum skuldbindingum séu ekki á rökum reistar.

Nokkrum fjölda rússneskra banka hefur þegar verið meinaður áframhaldandi aðgangur að SWIFT-alþjóðagreiðslukerfinu og hefur það eðli máls hamlandi áhrif á millifærslur út fyrir Rússland.