Formlegt söluferli Tryggingamiðstöðvarinnar hófst í gær og hafa erlendir tryggingarrekstraraðilar áhuga á félaginu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna og sölutryggir hana einnig. Í janúar fjallaði Viðskiptablaðið um að þóknun fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans gæti verið 5-6% af söluverðmætinu. Ekki er óvarlegt að ætla að ef allt gengur vel geti þóknun fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, þ.e. bæði vegna sölutryggingar og umsjónar með sölunni, verið 5-6% af söluverðmætinu. Eigið fé TM var rúmlega 12 milljarðar um síðustu áramót og má ætla að söluverðið sé aðeins hærra en sú upphæð.