Samkvæmt upplýsingum frá Lánasýslunni áttu erlendir aðilar um 48% allra ríkisskuldabréfa í lok júní og hefur eign þeirra því minnkað lítillega frá því í lok apríl þegar þeir áttu um 50% allra bréfa, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Erlendir aðilar eru langstærstu eigendur ríkisskuldabréfa, en næstir á eftir þeim koma bankar og sparisjóðir með 25% eignarhlut, því næst lífeyrissjóðir með 14% og verðbréfasjóðir með 9%," segir greiningardeildin.