Vaxandi áhugi er meðal innlendra félaga, sem hafa heimild til að gera upp í erlendum gjaldmiðlum, að sækja út á skuldabréfamarkað og fá um leið eigendur krónubréfa til að fjárfesta í slíkum útgáfum.

Er talið að þar með geti þessir aðilar aflað sér lausafjár vegna væntanlegra framkvæmda um leið og það kvika fjármagn, sem vill leita út úr krónunni, fengi tækifæri til þess. Þar hafa einkum þrír aðilar verið nefndir til sögunnar: Landsvirkjun, Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, og Alcoa, móðurfélag Alcoa Fjarðaáls.

Þessar hugmyndir hafa verið í gangi alllengi en málið hefur strandað á Seðlabankanum en þó einkum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) sem hefur haft efasemdir um slíka aðferð, annars vegar vegna ótta við að í þessu fælist mismunun og svo hins vegar vegna þess að skuldir landsins í erlendum gjaldmiðli myndu aukast.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .