Innlendir aðilar virðast aðallega horfa til verðtryggðra bréfa á meðan erlendir aðilar fjárfesta mest í óverðtryggðum ríkisbréfum að því er kemur fram í nýrri skuldabréfaskýrslu IFS greiningar.

Þar er bent á að erlendir aðilar eiga rúmlega helming allra ríkisbréfa á markaði og má segja að þeir fjármagni að stórum hluta halla ríkissjóðs. Samkvæmt könnun Seðlabankans eru það eigendur ríkisbréfa sem eru hvað óþolinmóðastir að komast úr landi.

Sérfræðingar IFS telja að þegar gjaldeyrishöft verða afnumin er hætta á að krafa ríkisbréfa hækki.

Samkvæmt könnun IFS  virðast markaðsaðilar hafa litla trú á að Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu á næstu árum. Flestir reikna með að bankinn muni ekki ná markmiði sínu fyrr en eftir tvö ár eða jafnvel aldrei.