Á vegum forsætisráðuneytisins er nú unnið að því að kortleggja með hvaða hætti stjórnvöld geta komið að miðlun upplýsinga erlendis um íslensk efnahagsmál. Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Icebank, hefur verið fenginn til að leggja þar hönd á plóg.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að á fundi ráðherra og bankamanna nýverið hefði komið fram skilningur á nauðsyn þess að aðilar sneru bökum saman í þessum efnum. „Ég hef síðan fengið til liðs við mig ágætan bankamann til að leggja hönd á plóginn í þessu máli,“ sagði hann og bætti því við að málið væri í fullri vinnslu.

Ráðherrann sagði að í grunninn væri þjóðarbúskapurinn góður „og við þurfum að koma því á framfæri,“ sagði hann enn fremur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .