Bloomberg fréttaveitan gaf í dag út vikulegt yfirlit sitt yfir Norrænu markaðina og kemur þar í ljós að væntingar eru um óbreytta stýrivexti hér á landi, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

?Fréttaveitan hafði samband við sex sérfræðinga og meðal þeirra voru aðilar frá Calyon, HSH Nordbank og ING Financial Markets auk greiningardeilda íslensku bankanna.

Var það samhljóða álit að Seðlabankinn komi til með að halda stýrivöxtunum óbreyttum á fundinum á fimmtudaginn,? segir greninigardeildin,sem gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir fram á mitt ár en þá hefjist vaxtalækkunarferli sem standi fram á næsta ár.

Seðlabankinn tilkynnir næstkomandi fimmtudag um stýrivaxtaákvörðun sína. Stýrivextir standa nú í 14,25% en þeir voru hækkaðir nokkuð óvænt um 25 punkta í desember.