Viðskiptaráð Íslands vinnur nú að því að greiða úr þeim vanda sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir varðandi bankaábyrgðir hjá íslenskum bönkum.

Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs en þar segir að nokkuð hafi borið á því að erlendir aðilar taki slíkar ábyrgðir ekki gildar og ljóst að þetta kunni að skapa umtalsverð vandræði í rekstri innlendra fyrirtækja sem stunda milliríkjaviðskipti af einhverju tagi.

Sjá nánar á vef Viðskiptaráðs.