„Það eru margir að lýsa kröfum sínum eða gjaldfella sínar skuldir. Ég geri ráð fyrir að það sama sé uppi á teningnum hjá öllum bönkunum,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, í samtali við Viðskiptablaðið og vísar þar til Kaupþings og Landsbankans, eða réttar sagt gömlu eignarhaldsfélaga þeirra.

En nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað um innlenda starfsemi hinna þjóðnýttu banka.

Þrjár erlendar fjármálastofnanir – Sumitomo Mitsui Banking Corporation Europe, Bayerische Landesbank og HGH Nordbank AG – lögðu fram ákæru á hendur gamla Glitni í breskum dómstólum í upphafi vikunnar, samkvæmt gögnum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .