Erlendir aðilar eiga nú um 14% útistandandi ríkisverðbréfa í krónum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta. „Þetta er lágt í bæði sögulegu og alþjóðlegum samanburði, en til samanburðar var hlutfalli 56% fyrir 10 árum síðan.“

Hreint innflæði nýfjárfestingar erlends fjármagns á fyrstu níu mánuðum ársins nam 32 milljörðum króna samanborið við 35 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Innflæði í ríkisskuldabréf og skráð hlutabréf hefur verið umtalsvert meira en í fyrra, en hið sama gildir um útflæði. Fjárfesting í ríkisbréfum jókst í kjölfar afnáms sérstakrar bindiskyldu á fjármagnsflæði í vor en var lítil yfir sumarmánuðina.

Skýrslan greinir frá því að staða aflandskróna hafi verið um 62 milljarðar króna í lok nýliðins september. Staðan hefur lækkað um 21 milljarð króna síðan höftunum var aflétt í vor.