Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 30% á milli ára og hafa þeir aldrei fleiri ferðamenn sótt landið heim á fyrstu fimm mánuðum ársins. Brottfarir erlendra ferðamanna eru komnar upp í 221.600 á fyrstu fimm mánuðum ársins samanborið við 170.600 ferðamönnum á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Greiningar Íslandsbanka, sem segir ekki ólíklegt að Ferðamálastofna birti tölur um brottfarir gesta í júnímánuði um Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE).

Greining Íslandsbanka segir sömuleiðis að almennt hafi mun fleiri erlendir ferðamenn verið hér á landi í júní en í maí og er því líklegt að það verði einnig raunin í ár.

„Í júní í fyrra fóru um 74.300 erlendir ferðamenn frá landinu um FLE, og miðað við þá þróun sem verið hefur á milli maí og júní má reikna með að fjöldi brottfara verði a.m.k. 80.000 í júní í ár. Þó reiknum við með að aukningin á milli ára verði heldur hægari yfir háannartímann í ferðaþjónustu en þá sækja hátt í helmingur allra erlendra gesta sem fara um FLE á árinu landið heim.“