Erlendir ferðamenn keyptu vöru og þjónustu fyrir sem nam tæpum 11 milljörðum króna með greiðslukortum í júlí síðastliðnum samanborið við tæpa 10 milljarða króna í sama mánuði í fyrra. Jafngildir það 7% aukningu milli ára að raungildi. Er það nokkuð í takti við fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi en aldrei hafa fleiri ferðamenn verið hér á landi í einum mánuði en í júlí í ár.

Þetta kemur fram í Morgunkornum Íslandsbanka.