Helmingur gesta safna og skyldrar starfsemi árið 2014 voru útlendingar samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Erlendir gestir sem hlutfall af heildargestum hefur vaxið jafnt og þétt eins langt og tölur Hagstofunnar ná aftur, en það er til ársins 1996.

Erlendir gestir þeirra safna sem gáfu upplýsingar voru hátt í ein milljón, en innlendir gestir voru 826 þúsund.

Níu af hverjum tíu erlendum ferðamönnum sem sóttu söfn og sýningar á meðan dvöl þeirra stendur fara á sögu- og náttúrusöfn. Erlendir aðilar eru langstærsti hópurinn sem sækir heim náttúrusöfn og sýningar en þeir eru um 86% gesta.

Þrír af hverjum fjórum erlendum gestum safnanna leit við á sögusöfnum á síðasta ári, fimmtungur náttúrusöfnum og sýningum á meðan aðeins þrjú og eitt prósent kíkti við á listasöfnum og fiskasöfnum og dýragörðum. Innlendir safngestir voru líkt og þeir erlendu iðnastir við heimsóknir á sögusöfn, eða sex af hverjum tíu. Tveir af hverjum tíu sóttu fiskasöfn og dýragarða heim á síðasta ári og litlu færri listasöfn, eða 15 af hundraði. Aðeins þrjú prósent innlendra safngesta sótti heim náttúrusöfn á síðasta ári .