Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri leikjafyrirtækisins Plain Vanilla, þþurfti að fljúga utan til San Francisco í Bandaríkjunum um helgina til að funda með stórum fjárfestum sem hafa áhuga á að kaupa hlut í fyrirtækinu. Fréttablaðið segir í dag bandarísku fjárfestingarsjóðina Sequioa Capital og kínverski fjárfestingarsjóðurinn Tencent á meðal þeirra sem hafi áhuga á að leggja Plain Vanilla til aukið hlutafé svo fyrirtækið geti vaxið hratt.

Blaðið segir þrjár milljónir manna hafa nú náð í spurningaleikinn Quiz Up í snjallsíma og spjaldtölvur. Hálfur mánuður er síðan leikurinn kom út.