Það er erfitt að byggja upp jákvæða ímynd fyrir erlenda fjárfesta og það er ennþá auðveldara að tapa þeirri ímynd.

Þetta sagði Carlos Bronzatto, framkvæmdastjóri World Association of Investment Promotion Agencies (WAIPA), á fundi Viðskiptaráðs um erlenda fjárfestingu sem nú fer fram.

Bronzatto, sem starfar sem ráðgefandi við stefnumótun ríkja á sviði erlendra fjárfestinga, sagði mikilvægt að Ísland byggði upp jákvæða ímynd fyrir erlenda fjárfesta. Hér á landi væri mikið af fjárfestingatækifærum, m.a. í orku, sem mikilvægt væri að nýta.

Þá sagði Branzatto að til þess að gera landið aðlagandi fyrir erlenda fjárfestingu þyrfti að haga bæði skattastefnu og opinberri stefnumótun með þeim hætti að aðstæður hér á landi væru sambærilegar því sem gerist í sambærilegum ríkjum.

Branzatto nefndi nokkur dæmi um ríki sem hafa hagað sínum málum þannig að þau hafa laðað að sér erlenda fjárfesta, Kosta Ríka, Írland, Malta og fl.