Fjárfestar hagnast á að taka lán þar sem vextir eru lægri og fjárfesta í íslenskum skuldabréfum sem bera talsvert hærri vexti. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Stýrivextir á evrusvæðinu eru nálægt eða fyrir neðan núll - eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær var evrópski Seðlabankinn að lækka stýrivexti sína í -0,3% - meðan stýrivextir á Íslandi nema rétt rúmlega 5,75%.

Kaup erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfum hafa aukist um heil 27% síðan í maí þessa árs. Samtals er um 25% allra ríkisskuldabréfa í eigu erlendra fjárfesta.

Vaxandi vandamál

Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, segir fjárfestingarnar erlendu vera vaxandi vandamál sem bankinn starfi nú við að leysa. Þá komi til greina að leggja á hömlur á vöxtum gagnvart erlendum fjárfestum - á sama tíma og vextir fyrir innlenda aðila eru í hærri kantinum. Það sé það sem máli skiptir fyrir peningastefnu bankans.

Hagfræðingurinn danski Lars Christensen telur ólíklegt að íslenski Seðlabankinn geti lagt á hraðahindranir fyrir fjárfestana og haft þannig stjórn á flæði fjárfestinganna.

„Ísland sleppir sífellt að taka ákvörðun um  æskilega ákvarðanatöku hvað hagstefnu varðar, og í staðinn bullar stjórnin upp stefnur á staðnum að hverju sinni,“ segir Lars. „Það er ekki mikil hjálp í þessu - og það er líklegra til að skapa aukinn óstöðugleika og tap.“