Erlendir fjárfestar hafa keypt bréf í Straumi-Burðarás á undanförnum vikum, að því er fram kom í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar á aðalfundi fjárfestingarbankans í dag, og sagði hann stærð hlutarins vera orðin ?umtalsverð?.

?Að mínum dómi er þetta skýrasta viðurkenningin á að alþjóðleg stefnumótun félagsins er að ganga eftir. Það er því fagnaðarefni að þessari þróun er fylgt eftir með framboði eins fulltrúa þessara aðila til stjórnar Straums ?Burðarás. Þar er á ferðinni maður sem situr einnig í stjórn Yale Endowment sjóðsins sem ítrekað hefur fengið viðurkenningar fyrir faglegar og árangursríkar fjárfestingar. Sú reynsla sem slíkir fjárfestar geta gefið félagi eins og Straumi-Burðarási, sem er í hröðum vexti, er afar gagnleg og verðmæt,? sagði Björgólfur Thor í ræðu sinni.